Flokkur í blindgötu

Enn eitt dæmið um ráf Sjálfstæðisflokksins fram og aftur blindgötuna. Líklega í boði Megasar. AGS getur ekki staðið í samningum við ES um að Íslendingar taki upp Evru eða neina aðra útúrsnúninga sem flokkinum eina dettur í hug.

Ef menn vilja taka upp Evru tekur það ferli aðlögun enda um að ræða breytingar á efnahagsumhverfi sem eru skilyrði slíkra breytina. Slíkar breytingar á efnahagsumhverfi eru svo nauðsynlegar að þær mega ekki bíða. Evran er auka atriði og bónus miðað við það.

Ég fyrir mitt leyti styð Samfylkinguna af því að þeir eru á jörðinni og vita að minnsta kosti hvað er hægt og hvað er út úr kú og á ekki að eyða tíma í að pæla í.


mbl.is Vilja upptöku evru í samvinnu við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullveldi Íslands verður aðeins tryggt með ESB aðild

Kostir þess að vera í ESB eru fyrst og fremst pólitískir möguleikar sem opnast með betra og gagnkvæmara regluverki á milli þjóða. Það á síðan að leiða til þess að auðveldara sé að halda í stöðugleika ef það er haldið rétt á málum og stöðugleiki það sem menn vilja.

Engu að síður er hægt að koma sér í stór vandræði með vitlausum pólitískum ákvörðunum og það tekur ESB ekki frá neinum enda öll ríki fullvalda og sjálfstæð bæði að efla sinn hag eða fara sér að voða. ESB hefur ekki á stefnu sinni að vera neitt annað  en bjúrókratía á yfirþjóðlegu plani. Halda utanum og setja skorður ef það má koma í veg fyrir misklíð og ósætti. Það er hinsvegar ekki samtök um sameiginlegt skipbrot.

Ekkert fer í raun í gegn sem er óviðsættanlega andstætt einstaka þjóðríkjum. Það hafa þjóðaratkvæðagreiðslur sýnt. Hinsvegar fer það í taugarnar á hinum sem vilja smurðari vél að sandi sé stráð í tannhjólin.

Margt sem hefur verið metnaðarmál evrópubandalgssmiðanna hefur verið slegið út af borðinu. Svokölluð sjórnarskrá sem átti að vera til einföldunar var slegin af. Mastricht sáttmálinn á að koma í staðinn enda þótt hann sé bara lausbeislað plagg miðað við hátimbraða stjórnarskrá. Sáttmálinn er einskonar "update" af þeim samþykktum sem eru taldar mikilvægar og eigi við til frambúðar og þar með hreinsað af fyrri samþykktum sem talin eru úreltar. Sem sagt allt er þetta spurning um praktíska úrlausn hvaða bjúrókratíu sem er og ég bið menn að fara ekki að hneykslast á því að bjúrókratían sé mikil í ESB. Bjúrókratía er eitthvað sem við getum ekki án verið ef reka á einhverja starfsemi þjóðlega eða yfirþjóðlega annað er fáranlegt. Það er útópía. Jafnvel litla Ísland er bjúrókratía. Mér finnst það vera ESB fyrirbærinu til sóma að endurskoðendur neita að skrifa undir fjárlög sambandsins vegna órekjanlegra útgjalda. Betra að endurskoðendur íslenska ríkissins hefðu bein í nefinu til að gera það sama.

Hinsvegar garanterar ESB ekkert velferðarríki ef hið sama ríki vill ekki vera það. Sjálfstæði þjóða er alveg tryggt. ESB hefur engin plön eða áætlanir uppi um hvernig eigi að taka yfir stjórnir ríkja eða auðlindir þeirra. Allt slíkt er aumur áróður.

Auðvitað verða samt nýjar bandalagsþjóðir að uppfylla ákveðin skilyrði einsog að samþykkja lágmarks samnefnara regla sem einskonar standard sem ekki má vera lægri. T.d. eru dauðarefsingar ekki leyfðar innan sambandsins þó t.d. Bretar myndu gjarnan vilja endurvekja þær. Ef þeir gerðu það þýddi það úrsögn úr ESB. Undanþágur eru ekki leyfðar til að koma í veg fyrir algert stjórnleysi að sjálfsögðu.

Hvað þá með fiskimið Íslendinga? Þau verða undir stjórnarfarslegri ábyrgð ESB en framkvæmdastjórnin á notkun miðanna verður framseld Íslendingum með þeim sjálfsögðu skilyrðum að fara vel með auðlindina og af sanngirni. Það mun hinsvegar ekki vera svo einfalt á litla Íslandi í raun. Ég hef meiri áhyggjur af okkur gagnvart okkur en ESB gagnvart okkur.

ESB er hluti af alþjóðasamfélaginu og hagkerfi jarðar efnahagslega og umhverfislega og mun ALLDREI gera betur en aðstæður leyfa. Þetta er hluti jarðar en ekki himnaríki eða eitthvað þaðan af verra - helvíti.  

Aðild Íslenska lýðveldisins mun tryggja framtíð þess. Þjóðin verður að styðja lýðveldið sitt með því að taka heilshugar þátt í þessu mikilvæga verkefni sem er stærra og mikilvægara en margir geta séð fyrir sér. Að gera hlutina með hangandi hendi og af hálfum hug einsog EES samningurinn leyfir verður okkur bara til tjóns. Að ganga úr EES dettur engum í hug hvort eð er sem vill landsmönnum vel. Svo það er engin leið til baka.

Vá ég hef hælt evrópusambandinu án þess að minnast á Evruna! Hún skiptir nefnilega minna máli en menn kunna að halda. Aðeins ef menn fara eftir skilyrðum upptöku Evrunnar verður hún mikilvæg. Það er leiðin en ekki markmiðið sem helgar Evruna. Bara að við hefðum umgengist krónuna af slíkri ást og virðingu. 


Flokksmálgagnið

Ég ákvað að gefa nýjum eigendum morgunblaðsins séns. Nú finnst mér að markmið þeirra séu skammtíma markmið. Þeir ætluðu að ná sér í málgagn fyrir sjálfstæðisflokkinn fyrir þessar kosningar. Mátti ekki á tæpara standa. Eftir að hafa fylgst með forustgreinum og uppsetningu greina í blaðinu finnst mér / þetta er órökstudd tilfinning mín/ að blaðstjórnin ætli að þjóna hagmunum sjálfstæðisflokksins fyrst og fremst. Af þeirri ástæðu varð ég samvisku minnar vegna og gegn vilja að segja upp áskrift að blaðinu. Get ekki hugsað mér að fjármagna kosningavél eins flokks þó hann sé eini Flokkur landsins sem stendur undir því nafni. Mér segir svo hugur að þegar kosningarimmunni lýkur þá verði nýju eigendurnir að fara í gjaldþrot enda markmiðið ekki langtíma blaðamennska hjá þessum harðsnúna hópi "fjárfesta". Þá get ég aftur orðið áskrifandi vonandi að eina áskriftarfréttablaði þjóðarinnar. Vonandi verða nýjir eigendur sér meðvitaðir um að þeir verði að hafa breiddina í þjóðlífinu með sér en ekki einhverja flokksklíku hagsmuni að ljósi leiðar sinnar..... sá tími er liðinn.....

Siðleg ávöxtun?

Það er mér óljóst hvaðan milljarðarnir eru fengnir. Ef hagnaður fyrirtækisins hefur þetta í reiðufé sé ég ekki að HB Grandi sé í vandræðum með launagreiðslur yfirleitt. Mig vantar skýringar á því hvar í rekstrareikningi þessir milljarðar poppa upp. Var tekið lán fyrir arðgreiðslunum? Það tel ég vera næsta víst og síðan á "fyrirtækið" að borga vextina og afborganir af því á næstu árum. Þetta er gert í samráði við bankana sem þurfa að "losa fé" skuldunauta sinna þó það verði bara tímabundið. Þá skýrist betur þröng staða fyrirtækisins í rekstri. Hér þarf rannsóknarblaðamenn í málið. 'O fyrirgefið þeirra laun eru borguð af??? Nei hér þarf ekkert að rannsaka frekar.
mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurpálsson....?

Ingimundur er Friðriksson......svona missagnir eru hvimleiðar og blaðamenn verða að hætta að skrifa eftir minni... þeir hafa ekkert langtímaminni hvort eð er.....
mbl.is Ekkert drama í viðskiptanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarslit og Ingibjörg Sólrún hlýtur að segja af sér formennsku

Þegar svo er komið að Reykjavíkurfélag Samfylkingarinnar vill stjórnarslit vona ég að endalok þessarar ríkisstjórnar séu sannarlega staðreynd ekki síðar en í fyrramálið. Staða Samfylkingarinnar er hinsvegar afar veik vegna skorts á forystu sem getur tekið að sér að leiða flokkinn næstu árin. Ingibjörg Sólrún er sjúklingur og þarf að taka því. Skiljanlega sýnir hún ekki innsæi til að horfast í augu við þann raunveruleika ef rétt er haft eftir Geir Haarde um samtal þeirra fyrr í dag. Þetta er hið sorglegasta mál og ef samfylkingarfólk getur ekki leyst úr forystuvanda sínum um leið og stjórnin fer frá þá fara mörg atkvæði annað í komandi kosningum. Vonandi að tilboð Framsóknarmanna hafi haft tilætluð áhrif og ný starfsstjórn sé þegar komin á laggirnar í nótt til að taka við. En að mínu mati ber Ingibjörgu Sólrún að segja af sér. Það var óheppilegt og mikið ólán að hennar hafi ekki notið við þegar mest á reið en nú er of seint fyir hana að gera "comeback" í stjórnmálin einsog allt hefur þróast. Því fyrr sem stuðningsmenn hennar gera sér grein fyrir þessu þeim mun betra fyrir hana og fjölskyldu hennar. Þeir sem eftir eru í samfylkingarforystunni er mislagnir við pólitíska handavinnu. Enginn augljós leiðtogi er í sjónsviðinu. Össur er ekki maðurinn til að taka við og Ólafur hefur ekki þá reynslu að ég treysti honum. Ég myndi leita að konu til leiðtogastarfans. Þið verðið að hjálpa mér.
mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálaþokan

Það birtir ekki til í lognmolluþoku stjórnmálanna. Engin vill þjóðaratkvæðagreiðslu um "aðildarviðræður". Kosningar um stjórn landsins er það sem í raun er á döfinni. Allt annað er tilraun til að drepa málunum á dreif. Geir Haarde talar einsog Steingrímur J í þessu máli. Ég er alveg hættur að sjá muninn á VG og Sjálfstæðisflokknum en VG samþykktu álíka þoktal á sínum landsfundi. Aðildarviðræður og undirbúningur þeirra á að vera stjórnmálamanna að ákveða. Skýr markmið er líka þeirra að setja fram. Þjóðin hefur ekkert um að kjósa fyrr en þetta liggur allt fyrir að samningsniðurstöðum framsettum. Áður en það gerist verður þjóðin að hafa kosið um breytingar á stjórnarskránni sem veitir umboð til samningsgerðarinnar og lögmæti samþykktarinnar sé óvéfengjanlegt og hugsanleg höfnun skýr og afdráttarlaus. Allt er þetta pólitísk handavinna. Ég sé ekki að Geir Haarde sé að vinna þá vinnu sína. Þetta útspil sýnir gerla að Sjálfstæðisflokkurinn er að fara úr límingum sínum og hefur ekki jarðsamband.
mbl.is Umsókn í þjóðaratkvæði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haarde á BBC vef http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/7784354.stm

Það er fróðlegt að lesa viðtal við GH á vef BBC í dag. Ráðlegg mönnum að kíkja á það. Mér finnst erlendir blaðamenn spyrja af kunnáttu og svörin blasa þá við með dálítið holum hljóm. Annars endar viðtalið á frösum einsog "við höfum lent í kreppu áður og alltaf komið sterkir til baka" sem er pínulítið vandræðalegt svona þegar mönnum verður annar frekar svarafátt.

http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/7784354.stm

Aðspurður um málsókn svarar GH: "We are looking at whether or not the action of the FSA (Financial Services Authority) led to the collapse of Kaupthing, Singer and Friedlander in the UK, which in turn led to the collapse of the mother bank here in Iceland," he says. - frekar þokukennt.

og niðurstaða blaðamannsins er: Of course, Mr Haarde's talk of court action may be no more than sabre-rattling, as talks between the two sides continue on unravelling the tangle of assets and liabilities held by Iceland's banks and their subsidiaries. - þeir fá svo sem ekkert meira útúr Geir en aðrir en þora að leggja mat á það sem hann segir og hafi þeir þökk fyrir.


Eggin í körfunni

Vitiði hvað hænurnar mínar 6 að tölu verpa allar í sama kassann? Þær hafa samt þrjá kassa um að velja en nota bara einn. 5 egg á dag að meðaltali er ekki sem verst. Hanarnir búa þeim gott heimili en ef menn vita það ekki þá eru það hanarnir sem halda heimilið. Taka til og kalla inn í matinn og hafa yfirsýnina. Galið í þeim er ekki svo galið. Venst og verður ómissandi, En hænurnar setja öll eggin í sömu körfuna.

evrópu symfonían og land míns föður...

Til að hægt sé að tala um fullveldi lýðveldisins þá þarf skýra sýn á hvað fullveldi er og hverning það er framkvæmt. Það er ekki sama fyrirbæri og 1918 eftir 2 heimstyrjaldir og heimskreppur. Stjórnarskrá Íslands er lítið breytt frá þeim tíma sem við vorum fullvalda undir dönsku kóngi. Forledrar mínir fæddust á þeim tíma fyrir lýðveldið. Afar og ömmur á undir danskri ríkisstjórn. Ég og börnin mín á lýðveldistímanum. Barnabarn mitt í andarslitrum sama lýðveldis?? Ef breyta þarf stjórnarskrá lýðveldisins þannig að hún geti samræmst nánu samstarfi við aðrar þjóðir verður að leggja þá vinnnu á sig.
Við erum til dæmis ekki þjóðveldi þó sumir kannska haldi það. Ísland er ekki bara fyrir "íslendinga" í skilningi ungmennafélaganna þegar kynþáttahreinsanir voru jafn sjálfsagðar og útrýming flámælis og málsjúkdóma einsog þágufallssýkinnar. Nútíma lýðveldi þarf forystu sem hefur sýn sem horfir jafnt fram sem aftur án kreddufestu og sjálfsupphafningar. Þessa forystu höfum við ekki og hún er ekki í sjónmáli. Þjóðrembingur má ekki byrja að grafa um sig sem stjórnmálaafl. Ekki nota ESB sem hinn mikla satan sem ógnar sjálfstæði okkar. Hin mikla ógn stafar frá okkur sjálfum.
Ég þarf náttúrulega ekki að útskýra það að Við Íslendingar erum okkur sjálfum verstir og höfum sögulega endað á "framfæri" annara mestan hluta af jarðsögu þjóðarinnar. Og ekki kenna útlendingum um það. Þetta er svosem staðdreynd sem hrokafullir leiðtogar síðustu áratuga hafa ekki áttað sig á.
Lýðveldi föður míns er ekki lengur það sem hann byggði upp. Kynslóð fremur illa menntaðra heimalninga (kynslóð mín) hefur jarðað það fyrirbæri. Nú verð ég frekar að hlusta á það sem börnin mín vilja kjósa sér og skoða þeirra sýn. Þau byggja hana á allt annari reynslu af erlendum þjóðum en núverandi ráðamenn. Það er synd að samfylkinginin sem hefur þó reynt að skapa sér sérstöðu með ESB aðild hefur ekki forystuafl til að setja þau mál á oddinn. Þau þola enga bið. Umræðan er svo þörf og svo margir hausar þurfa að rúlla út á meðan. Svo hef ég ekki heyrt að nokkurt ESB land hafi hingað til afsalað sér fullveldi sínu. Þau hafa meira að segja ekki staðið saman um ýmis stórmál. einmitt á sviði utanríkismála.
Þá telja andstæðingar ESB umræðunnar að allt sé að fara úr axlaböndunum og evrópa sé klofin upp að jöxlum. Þá er ágreiningurinn ekki talinn vera dæmi um að fullvalda þjóðríkisstjórnir takist á. Er ég þá ESB sinni? Nei ekki alveg. Hinsvegar er ég ekki ANDSTÆÐINGUR ESB.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband