Fullveldi Íslands verður aðeins tryggt með ESB aðild

Kostir þess að vera í ESB eru fyrst og fremst pólitískir möguleikar sem opnast með betra og gagnkvæmara regluverki á milli þjóða. Það á síðan að leiða til þess að auðveldara sé að halda í stöðugleika ef það er haldið rétt á málum og stöðugleiki það sem menn vilja.

Engu að síður er hægt að koma sér í stór vandræði með vitlausum pólitískum ákvörðunum og það tekur ESB ekki frá neinum enda öll ríki fullvalda og sjálfstæð bæði að efla sinn hag eða fara sér að voða. ESB hefur ekki á stefnu sinni að vera neitt annað  en bjúrókratía á yfirþjóðlegu plani. Halda utanum og setja skorður ef það má koma í veg fyrir misklíð og ósætti. Það er hinsvegar ekki samtök um sameiginlegt skipbrot.

Ekkert fer í raun í gegn sem er óviðsættanlega andstætt einstaka þjóðríkjum. Það hafa þjóðaratkvæðagreiðslur sýnt. Hinsvegar fer það í taugarnar á hinum sem vilja smurðari vél að sandi sé stráð í tannhjólin.

Margt sem hefur verið metnaðarmál evrópubandalgssmiðanna hefur verið slegið út af borðinu. Svokölluð sjórnarskrá sem átti að vera til einföldunar var slegin af. Mastricht sáttmálinn á að koma í staðinn enda þótt hann sé bara lausbeislað plagg miðað við hátimbraða stjórnarskrá. Sáttmálinn er einskonar "update" af þeim samþykktum sem eru taldar mikilvægar og eigi við til frambúðar og þar með hreinsað af fyrri samþykktum sem talin eru úreltar. Sem sagt allt er þetta spurning um praktíska úrlausn hvaða bjúrókratíu sem er og ég bið menn að fara ekki að hneykslast á því að bjúrókratían sé mikil í ESB. Bjúrókratía er eitthvað sem við getum ekki án verið ef reka á einhverja starfsemi þjóðlega eða yfirþjóðlega annað er fáranlegt. Það er útópía. Jafnvel litla Ísland er bjúrókratía. Mér finnst það vera ESB fyrirbærinu til sóma að endurskoðendur neita að skrifa undir fjárlög sambandsins vegna órekjanlegra útgjalda. Betra að endurskoðendur íslenska ríkissins hefðu bein í nefinu til að gera það sama.

Hinsvegar garanterar ESB ekkert velferðarríki ef hið sama ríki vill ekki vera það. Sjálfstæði þjóða er alveg tryggt. ESB hefur engin plön eða áætlanir uppi um hvernig eigi að taka yfir stjórnir ríkja eða auðlindir þeirra. Allt slíkt er aumur áróður.

Auðvitað verða samt nýjar bandalagsþjóðir að uppfylla ákveðin skilyrði einsog að samþykkja lágmarks samnefnara regla sem einskonar standard sem ekki má vera lægri. T.d. eru dauðarefsingar ekki leyfðar innan sambandsins þó t.d. Bretar myndu gjarnan vilja endurvekja þær. Ef þeir gerðu það þýddi það úrsögn úr ESB. Undanþágur eru ekki leyfðar til að koma í veg fyrir algert stjórnleysi að sjálfsögðu.

Hvað þá með fiskimið Íslendinga? Þau verða undir stjórnarfarslegri ábyrgð ESB en framkvæmdastjórnin á notkun miðanna verður framseld Íslendingum með þeim sjálfsögðu skilyrðum að fara vel með auðlindina og af sanngirni. Það mun hinsvegar ekki vera svo einfalt á litla Íslandi í raun. Ég hef meiri áhyggjur af okkur gagnvart okkur en ESB gagnvart okkur.

ESB er hluti af alþjóðasamfélaginu og hagkerfi jarðar efnahagslega og umhverfislega og mun ALLDREI gera betur en aðstæður leyfa. Þetta er hluti jarðar en ekki himnaríki eða eitthvað þaðan af verra - helvíti.  

Aðild Íslenska lýðveldisins mun tryggja framtíð þess. Þjóðin verður að styðja lýðveldið sitt með því að taka heilshugar þátt í þessu mikilvæga verkefni sem er stærra og mikilvægara en margir geta séð fyrir sér. Að gera hlutina með hangandi hendi og af hálfum hug einsog EES samningurinn leyfir verður okkur bara til tjóns. Að ganga úr EES dettur engum í hug hvort eð er sem vill landsmönnum vel. Svo það er engin leið til baka.

Vá ég hef hælt evrópusambandinu án þess að minnast á Evruna! Hún skiptir nefnilega minna máli en menn kunna að halda. Aðeins ef menn fara eftir skilyrðum upptöku Evrunnar verður hún mikilvæg. Það er leiðin en ekki markmiðið sem helgar Evruna. Bara að við hefðum umgengist krónuna af slíkri ást og virðingu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Gísli. Þessi færsla þín um aðild að ESB er með því skynsamlegasta sem ég hef lesið lengi hér á blogginu um þau mál. Flestir skrifa um málið af mikilli vanþekkingu og tala um að selja sjálfstæðið - fullveldið og annað eftir því. Atvinnuvegir okkar á landsbyggðinni eiga líka meiri möguleika á raunhæfum styrkveitingum frá ESB en er í dag, þar sem landið okkar telst allt harðbýlt svæði. Þá er ég ekki að tala um að peningum verið mokað í hvað sem er, heldur verða umsækjendur að uppfylla tiltekin skilyrði og vera með raunhæf markmið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.4.2009 kl. 23:03

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Takk fyrir þetta Hólmfríður. ég fylgist bara svo illa með því sem gerist á mínum síðum. Er alltaf á fleygiferð um allar aðrar síður að plaga fólk sem það leyfir. Já mér blöskrar hræðsuáróðurinn gagnvart umræðu um ES.

Gísli Ingvarsson, 19.4.2009 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband