skútan er sokkin

Bankamálin eru mikið rædd núna. Aðgerðir stjórnvalda hafa ýmist verið gagnslausar eða valdið meiri skaða. Svo við erum bara beðin um að horfa fram á veginn. Það muni rofa til. Auðvitað mun rofa til hvort sem er. Skaðinn er skeður. Við verðum líka að horfast í augu við það. Bara sárt að horfa upp á gagnslausa ríkisstjórn dag eftir dag. Samfylkingin er leiðtogalaus svo þar getur enginn tekið af skarið og velt þessari stjórn og tekið við. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að fá sitt tækifæri og klúðra því. Maður hlýtur að spyrja sig þegar farið verður í næstu kosningar hvort þessi krísa kenni mönnum að ríkisstjórn sjálfstæðrar þjóðar er ekkert teboð í Downingsstræti hjá vinum sínum. Er ekki fundur hjá Bush í Oval office að segja eitthvað nice við vini sína. Næsta ríkisstjórn mun fást við að berja í brestina sem þegar eru komnir og líka afleiðingar heimskreppu með viðeigandi verðfalli á hráefnisframleiðslu, minnkandi ferðamannastraumi og svo framvegis. Alvara lífsins.

Af hverju tala menn um að þessu hafi verið hægt að afstýra í október 2008 þegar menn hefðu átt aðgera sér það ljóst að afstýring gat orðið í síðasta lagi fyrir ári síðan en sennilega miklu fyrr. Stjórnendur bankanna vissu þetta örugglega.

Ríkisstjórnin var ónæm fyrir vísbendingum um að breyta þyrfti glæsilegri ímynd sinni sem ríkisstjórn framfara og frjálsræðis í bankaviðskiptum.

Seðlabankinn hefur verið óstarfhæfur vegna skorts á trúverðugleika frá því Davíð sté þar inn fyrir dyr. Mér dettur ekki í hug að þessir mætu menn sem þykjast stýra þjóðinni í þessum vanda núna séu vandanum vaxnir til að leysa nein mál nú fremur en endranær. Ég ætla ekki að standa að baki þeim ég er bara þvingaður í þá stöðu núna að vera áhorfandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband