utanríkisráðherrar íslands brillera ekki allir sem einn

að frátöldum Jóni Baldvini Hannibalssyni hafa ráðherrar utanríkis ekki skarað fram úr. Ingibjörg Sólrún fúngerar nákvæmlega einsog Dóri. Fúnksjóner í stórkallalegu geimi um EU og UN ekkert vantar hana nema stríðsyfirlýsingar fyrir hönd þjóðarinnar en það getur komið upp í hendurnar fyrr en varir. Hún fór að ráðum Bandaríkjastjórnar og lýsti yfir stuðningi við einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu Kósóvó. Hér á Íslandi halda menn að þetta sé alveg pólítískt rétt. Málið er svo varasamt að bendla sig við að klókast hefði verið að láta sem ekkert sé eða mótmæla kröftulega. Ef þetta verður fordæmisgefandi megum við kyssa friðinn og stöðugleikann í Evrópu á afturendann. Af hverju í fjandanum þurfa ráðherrar utanríkis að vera svona algerlega úr tengslum við þjóð sína og þarfir samtíðar. Jón Baldvin hefði að mínu mati ekki farið út í þetta. Hann hafði pólitískt nef og gerði ekkert nema að það þjónaði Íslenskum hagsmunum að minnsta kosti líka. Þó prósjekt hans hafi verið nokkuð fífldjörf einsog krafa um Svalbarðasamning var það fullkomlega í tengslum við Íslenska "hagsmuni". Hann konsúlteraði ekki USA hvort Íslendingar ættu að lýsa yfir stuðningi við Litháen, sem var fífldjarft en í tengslum vð tímann og það beinum tengslum því hann gat hætt viðkvæmu m hagsmunum landans í samskiftum við Rússa sem þá voru reyndar á hnjánum tímabundið. Nú langar mig til að vita ef einhver getur frætt mig á því hvort hann studdi Nato stríðið í Júgóslavíu ég held ekki, það kom í hlut Dóra. Aftur ekki í tengslum við hagsmuni Íslands. Engu fórnað nema prinsippinu. Nato er ekki lengur það sama og það var. Þeir sem studdu inngönguna 1949 hefðu varla stutt Nato einsog það er starfrækt í dag. ég hef bara fengið jákvæða sýn á JBH eftir á. Skildi ekki að hann var einstakur í sinni deild og við fáum ekki aftur hans maka í embætti því miður. Utanríkisráðherrar Íslands eru einfaldlega ósigldir menn og konur. Menntun þeirra er takmörkuð og því er t.d. forseti Íslands ofjarl þeirra í raun. Hann er reyndar af svipuðu kalíberi og JBH þó þeir gætu aldrei unnið saman af persónulegum ástæðum frekar en vitsmunalegum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband