Norrænar fyrimyndin

Að sjálfsögðu ber okkur enn á ný að leita til norrænna þjóða um fyrirmynd af þinghaldi.

Þetta bull um að Alþingi Íslendinga sé nær tíu alda gömul stofnun er náttúrulega bara að nafninu til. Það þing sem nú er haft uppi líkist í engu því sem Alþingi var í upphafi og þróaðist yfir í niðurlægða afgreiðslustofnun fyrir konungsvaldið þegar það svo endanlega var lagt niður um aldamótin 1800 og ekki aftur upp tekið fyrr en eftir miðja 19.öld og þá eftir fyrirmynd þeirra tíma danskri þingskipan.

Það er svo sannarlega þörf á að nútímavæða þinghaldið og vonandi verður stjórnarskrárbreytingin framundan tæki til þess. Tala minna, hugsa meira voru lokaorð Þráins Bertelssonar í kvöld. Mæli hann manna heilastur.


mbl.is „Alþingi Íslendinga er í ruglinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband