Stjórnarslit og Ingibjörg Sólrún hlýtur að segja af sér formennsku

Þegar svo er komið að Reykjavíkurfélag Samfylkingarinnar vill stjórnarslit vona ég að endalok þessarar ríkisstjórnar séu sannarlega staðreynd ekki síðar en í fyrramálið. Staða Samfylkingarinnar er hinsvegar afar veik vegna skorts á forystu sem getur tekið að sér að leiða flokkinn næstu árin. Ingibjörg Sólrún er sjúklingur og þarf að taka því. Skiljanlega sýnir hún ekki innsæi til að horfast í augu við þann raunveruleika ef rétt er haft eftir Geir Haarde um samtal þeirra fyrr í dag. Þetta er hið sorglegasta mál og ef samfylkingarfólk getur ekki leyst úr forystuvanda sínum um leið og stjórnin fer frá þá fara mörg atkvæði annað í komandi kosningum. Vonandi að tilboð Framsóknarmanna hafi haft tilætluð áhrif og ný starfsstjórn sé þegar komin á laggirnar í nótt til að taka við. En að mínu mati ber Ingibjörgu Sólrún að segja af sér. Það var óheppilegt og mikið ólán að hennar hafi ekki notið við þegar mest á reið en nú er of seint fyir hana að gera "comeback" í stjórnmálin einsog allt hefur þróast. Því fyrr sem stuðningsmenn hennar gera sér grein fyrir þessu þeim mun betra fyrir hana og fjölskyldu hennar. Þeir sem eftir eru í samfylkingarforystunni er mislagnir við pólitíska handavinnu. Enginn augljós leiðtogi er í sjónsviðinu. Össur er ekki maðurinn til að taka við og Ólafur hefur ekki þá reynslu að ég treysti honum. Ég myndi leita að konu til leiðtogastarfans. Þið verðið að hjálpa mér.
mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ekki fleiri konur í forystu í bili. Ekki gleyma kellingunum í Glitni og Landsbankanum, Birnu og Elínu, báðar spillingin uppmáluð. Og Solla svikari er kona og höfðu margir trú á henni sem slíkri. En hvernig reyndist hún? Svikull lýðskrumari sem misnotaði traust kjósenda og sveik kjósendur sína strax með því að ganga til liðs við spillingarsérfræðinga sjálfstæðisflokksins, sveik kjósendur með því að reyna ekki að afnema lífeyrisforréttindi ráðamanna og lagði allt undir til að tryggja Dabba drulluhala eins langa setu í seðlabankanum og hann sjálfur kærði sig um. Nei, ekki fleiri konur!

corvus corax, 21.1.2009 kl. 23:23

2 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Gísli. Ég er búinn að velta þessu svolítið fyrir mér. Reyndar ekki komist að neinni niðurstöðu. Ingibjörg er duglegur leiðtogi og hefur leitt Samfylkinguna í nokkur ár. Nú undanfarið hefur hún átt við veikindi að stríða. Veit ekki hversu alvarleg þau eru en hún verður að finna það út sjálf hvort hún treystir sér til að halda áfram pólitísku starfi. Ég á svolítið erfitt með að sjá hana hætta á meðan ég sé engan taka við keflinu. En hún á að hætta ef hún treystir sér ekki til að leiða flokkinn áfram af fullri hörku. Það er það sem þarf. Kannski væri besta lausnin að einhver utanaðkomandi LEIÐTOGI tæki forustu í flokknum, líkt og var hjá Framsókn. En ég finn hann ekki. Óska Ingibjörgu alls hins besta. 

Benedikt Bjarnason, 21.1.2009 kl. 23:35

3 identicon

Hvað með Jóhönnu...? Yrði hún ekki fínn forsætisráðherra?

Aðalbjörg Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband