Stjórnmálaþokan

Það birtir ekki til í lognmolluþoku stjórnmálanna. Engin vill þjóðaratkvæðagreiðslu um "aðildarviðræður". Kosningar um stjórn landsins er það sem í raun er á döfinni. Allt annað er tilraun til að drepa málunum á dreif. Geir Haarde talar einsog Steingrímur J í þessu máli. Ég er alveg hættur að sjá muninn á VG og Sjálfstæðisflokknum en VG samþykktu álíka þoktal á sínum landsfundi. Aðildarviðræður og undirbúningur þeirra á að vera stjórnmálamanna að ákveða. Skýr markmið er líka þeirra að setja fram. Þjóðin hefur ekkert um að kjósa fyrr en þetta liggur allt fyrir að samningsniðurstöðum framsettum. Áður en það gerist verður þjóðin að hafa kosið um breytingar á stjórnarskránni sem veitir umboð til samningsgerðarinnar og lögmæti samþykktarinnar sé óvéfengjanlegt og hugsanleg höfnun skýr og afdráttarlaus. Allt er þetta pólitísk handavinna. Ég sé ekki að Geir Haarde sé að vinna þá vinnu sína. Þetta útspil sýnir gerla að Sjálfstæðisflokkurinn er að fara úr límingum sínum og hefur ekki jarðsamband.
mbl.is Umsókn í þjóðaratkvæði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Sammála þér það vill enginn þjóðaratkvæði um aðildarviðræður, hvaða bull er þetta eiginlega hjá geir ? er maðurinn virkilega með svona  mikla ákvörðunarhræðslu að hann hleypur úr einu í ann að ? fyrst flýtir hann landsfundi eingöngu til að fjalla um ESB en hyggst svo frekar vísa málinu til þjóðarinnar. Auðvitað á að síðustu að kjósa um hvort við göngum í ESB eða ekki, en það er ekki á dagskrá strax. Hvað er að hjá Geir Haarde ? hann sagði um daginn við látum ekki kúga okkur til að greiða fyrir Icesafe, nokkrum dögum seinna er hann búinn að bakka með allt og láta valta yfir sig, þessi blessaði maður er bara enginn bógur til að vera skipstjóri á strandaðri skútunni (Íslandi) og ætti að biðjast lausnar nú þegar, hann hefur ekki tiltrú almennings lengur. 

Skarfurinn, 31.12.2008 kl. 10:32

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ákvörðunarhræðsla er lýsingin á ástandi Geirs

Gísli Ingvarsson, 31.12.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband