Við Norðmenn höfum að gott án Íslands

Ljóst er að Norðmenn munu ekki leggja nótt við dag til að bjarga íslendingum frá efnahagslegu sjálfsmorði. Allt tal um að það sé raunhæft að binda krónuna okkar við þá norsku er fálega tekið af ráðamönnum Noregs. Þeir ásamt Svíum hafa sagt þurrlega að viljum við komast á afturfæturnar þá beri okkur að sækja um ESB aðild. Hvað það þýðir í raun er að AGS-áætlunin á að duga okkur þangað til að við verðum komin með fullgildan og samþykktan aðildarsamning. Svo mikið um "fullveldi" Íslendinga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

ESB andstæðingar skipta um stefnu oftar en ég skipti um sokka, taka upp evru einhliða, taka upp norska krónu, taka upp dollara, taka upp evru með stuðningi AGS og svo framvegis og svo framvegis.

Ég man þegar þetta norsku krónutal var sem hæst í umræðunni, 2 mánuðum eftir hrun eða svo, þá fór einhver íslenskur fréttamaður til Noregs og tók Norska forsætisráðherran tali, hann var með hóp af samráðherrum sínum bak við sig, og þegar íslenski fréttamaðurinn spurði hvort íslendingar gætu tekið upp norska krónu þá sprungu ráðherrarnir allir úr hlátri, og forsætisráðherran brosti út að eyrum og sagði eitthvað á þá leið það væri betra fyrir alla ef íslendingar tækju frekar upp evru. 

Jón Gunnar Bjarkan, 4.11.2010 kl. 11:50

2 identicon

Kannski er munurinn á já og nei sinnum sá að við nei sinnar viljum skoða aðra möguleika líka. Jafnvel þótt það kosti okkur athlægi.

Já sinnar virðast margir hverjir fastir í þeirri trú að eina leið Íslands út úr efnahagsruglinu og þvælunni sé að ganga í ESB. Ef að ESB jafngildir sterkum efnahag og frelsi frá ruglinu, afhverju eru þá svona mörg ESB ríki í vandamálum?

Þetta er eins og að segja að Kína, Indland, Bandaríkin, Japan, S-Kórea, Brasilía, Kanada o.s.frv. neiti að versla við okkur nema við séum í ESB.

Svona fyrir utan þetta allt saman set ég Já við efnahagslega sterkt Ísland og Nei við rugl. Við þurfum líka að pæla í því hvenær ESB tekur upp gjörbreytta peningamálastefnu og prentar skuldlausar evrur. Þeir hafa ekki tilkynnt neitt þess eðlis ennþá.

H. Valsson (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 20:52

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þetta hefur ekkert með það að gera að skoða "aðra" möguleika. Ef að Sjálfstæðisflokkurinn setur heila nefnd á fótinn og kemur með þá tillögu að við tökum upp mikka mús peninga, þýðir það þá að þeir séu þó allavega að skoða "aðra" möguleika.

Þú hefur nú reyndar snúið þessu á haus, það er langt í frá að Já sinnar haldi því fram að Kína, Indland, Bandaríkin og þau löd hætti að versla við okkur nema við séum í ESB, málflutningurinn er reyndar þannig hjá nei sinnum að við getum ekki verslað við þessi lönd nema við séum utan ESB, eins skringilegt og það hljómar, alveg sérstaklega í ljósi þess að viðskipti ESB við þessi lönd eru miklu mun meiri heldur en hjá okkur. Þess má til dæmis geta að ESB er stærsti útflytjandi og innflytjandi Kína, Bandaríkjanna, Indlands, Rússlands of fleiri landa og þykir mér alltaf mjög skondið að heyra VG tala um að "menn eiga að leggja heiminn undir, ekki bara evrópu".

Varðandi það að mörg ESB ríki seú í vandamálum, þá er það rétt alveg nákvæmlega eins og öll lönd í heimi. En það eru þó smávægilegar krísur miðað við það sem við fengum á okkur, meira segja Grikkland, það evruland sem verst hefur orðið út úr kreppunni er ekki nálægt því að taka sama skell og við. 

Jón Gunnar Bjarkan, 7.11.2010 kl. 04:32

4 identicon

Hvað áttu við með Mikka Mús peninga?

Grísk vinkona mín vill nú meina að Grikkland hafi nú þegar fengið mun verri skell en Ísland, en því sé haldið á floti.

Það er sjálfsagt skilgreiningaratriði eins og svo margt annað í þessum gervipeningaheimi og þar er evran ekki undanskilin og reyndar hef ég heyrt það nokkrum sinnum undanfarið að henni verði droppað fyrir nýjan gjaldmiðil.

Það virðist enginn sem er að tjá sig vita nógu mikið, það þarf að lagast.

Geturðu sent mér einhvern link á vöruskiptajöfnuðinn sem þú talar um Jón, það er mikilvægt að fólk sjái þessar tölur, ekki síst ef það vill ganga í ESB.

H. Valsson (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 07:53

5 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ég get ekki séð en að skellurinn hefur verið töluvert meiri hérna en í Grikklandi.

Atvinnuleysi fór upp um nokkur hundruð prósent. Frá eitthvað um 2% upp í 9%, reyndar komið niður í 7-8% núna. Veit ekki hvar prósentan liggur hjá grikkjum, held 9-11% og er það ekki mikil aukning frá því sem áður var. Íslenska ríkið var nánast skuldlaust fyrir kreppuna, núna erum við með eitt af skuldsettustu þjóðum í evrópu og einn mesta fjárlagahallan, Ísland og Grikkland eru nú í svipaðri stöðu en þetta gerðist hjá okkur á 6 mánuðum. Sami fjárlagahalli þýðir sömu aðgerðir, það er skattahækkanir og niðurskurð. 

Síðan má auðvitað ekki gleyma því að við erum að taka þvílíka kaupmáttarskerðingu á okkur í gegnum gengisfellinguna, mjög svipað og ef skorið væri á öll laun í Grikklandi um 50%, á öll laun, ekki bara opinbera starfsmenn.

Jón Gunnar Bjarkan, 7.11.2010 kl. 09:18

6 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þetta eru líka töluvert öðruvísi kreppur. Í Grikklandi var um að ræða skuldir ríkisins sem varð til þess að allt fór í kerfi. Hérna á Íslandi hrundi bara allt bankakerfið á einni viku. Spurðu Grísku vinkonu þína hvort húsnæðislánin hennar hafi tvöfaldast eða þrefaldast á einu ári, hvort hún hafi nokkuð tekið eftir kannski eins og 15 milljónum bólu á höfuðstólnum sínum á sama tíma sem húsnæðið hennar lækkaði um 10 milljónir á markaðsvirði.

Ég held að hún muni eiga erfitt með að skilja að fólk á Íslandi borgi í 15 ár af húsnæðinu sínu og sjái höfuðstólinn hækka með hverju árinu. Þetta reddaðist alltaf hjá fólki á síðastliðnum 10 árum þar sem húsnæðisverð fór alltaf hækkandi, svo fólk gat selt eignirnar á hærra virði en útbólginn höfuðstóllin en síðan héldu skuldirniar áfram að hækka og núna miklu hraðar en fasteignaverðið tók algjöra dýfu. Ég sá þróun fasteignaverðs í fréttunum á gærkvöldi, í þeim löndum þar sem bólan og dýfan var hvað ýktust, Írlandi, Spáni, Bretlandi og Bandaríkjunum, skammt frá því að segja að við tókum mestu dýfuna en svo það væri ekki nóg um, þá hækkuðu lánin okkar um alveg heilan helling á meðan húsnæðislán þeirra bera bara sína venulegu vexti. 

Ef við skiljum frá allar bílaskuldir sem hækkuðu með verðbólgunni, skiljum frá allar hækkanir á neysluvörum eins og mat, raftækjum. skiljum frá allar þessar ofboðslegu skuldir sem ríkið tók á sig(eins og ein þjóðarframleiðsla vegna kreppunnar) og svo framvegis þá er kostnaður hverrar fjölskyldu vegna húsnæðismála útaf þessar kreppu væntanlega að meðaltali 5-10 milljónir en þá er ég reyndar að giska út í loftið. 

Jón Gunnar Bjarkan, 7.11.2010 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband