Steingrímur er laumu ESB sinni.

Ríkisstjórnin fór vel af stað með umsókn um aðildarviðræður að ESB. Frágangi IceSave skuldbindinganna, afskriftarleið kvótmála, fyrirgreiðsla við Evu Joly og sérstakan saksóknara. Uppá síðkastið fækkun ráðuneyta og fjárlagagerð síðasta árs virðist hafa farið betur en á horfðist.

Allt ofanskráð hefur Samfylkingunni verið "kennt um" að eiga mestan hlut að máli nema Icesafe sem allir eru sammála um að Sjálfstæðisflokkurinn klúðraði með hjálp Samfylkingar. Umsókn um ESB er Samfylkingarinnar, afskriftarleiðin orðin að hennar svarta-pétri vegna þess að ráðuneyti Jóns Bjarnasonar og ráðherradómur gæti verið í hættu. Icesafe hefur gert Steingrím Jóhann að landsvikara af stórum hluta samflokksmanna hans.

Eva Joly hefur enn verið látin í friði af hælbítunum en Ögmundur hefur vafalaust sjónarhorn á því að láta erlendan kvenmann stýra eftirleit svartra sauða í Íslensku samfélagi. "Að sjálfsögðu á það að vera íslendingur sem þar fer fremstur í flokki" svo ég ímyndi mér nokkuð nákvæmlega hvað hann hefur um það mál að segja.

Allt þetta ofantalda ætti að vera "lítið mál" og hverri sannagjarnri manneskju "ekkert mál". Því er þó ekki að heilsa og stendur VG sem "grasrót" einsog klettur gegn hverri breytingu sem hugsanleg er á staðnaðri þjóðfélagsmynd íslendinga. VG er fyrir mér gömlu vinstri manni ekki meira vinstri en hægri flokkur. Þetta er miðflokkurinn sem Möðruvallahreyfing Framsóknarmanna á 7. áratuginum undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar hefði getað óskað sér.

Reyndar styð ég Steingrím Jóhann heilshugar í viðleitni hans til að koma á stöðugleika til að geta síðan komið raunverulegum breytingum fram. Sennilega er hann líka orðinn "laumu ESB-sinni " sem er hugtak sótt í smiðju Mósesar föður Lilju. Hart er að minnsta kosti sótt að þeim í VG sem leyfa sér að opna fyrir umræðu um ESB. Þöggunin sem er sótt til Hádegis-Mósesar er miskunnarlaust beitt á þá í hjörðinni sem ekki jarma gegn "aðildarviðræðum".

Verði ríkisstjórnin felld í haust mun ekki verða fyrst leitað til VG til að fá starfhæfa ríkisstjórn frekar en Borgaraflokksins. Það er meira í húfi en svo að taglhnýtingar Sjálfstæðisflokksins í ESB málum og nú í kvótamálum geti komið fram sem samstæð heild. VG mun fyrr eða síðar klofna.

(Hið rétta er að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem stal stefnu VG í ESB málinu fyrir síðustu kosningar en það eru samt þeir sem hafa tekið forystuna og eigna sér þar með "heiðurinn").

Verðtrygging og viðskiptahöft eiga enn að ríkja hér um áratugaskeið ef landið nær aftur fjárhagslegu fullveldi og leiðtogarnir stýra einsog áður eftir kjölvatninu.

Afnám gjaldeyrishafta er að síga bak við ískaldan jökul einangrunarhyggjunnar og varpa löngum skugga yfir fátæklegt efnahagslíf í framtíðnni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að smella því á þig hér að þinn skilningur á stöðunni í mínu máli er algjörlega hárrréttur og gæti ekki verið réttari. Þú veist út af hverju ég fór í þetta, af hverju ég þurfti að gera það eins og ég gerði og líklega sérðu alveg fyrir þér skýrsluna sem ég er að skrifa.

Kostulegt að þeir Vantrúarúlfar skuli ekki skilja þetta og halda svo bara áfram að skjóta sig á siðunni minn.

Leyfum þeim bara að rasa út eins og þeir vilja.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband