Rambóstjórnmál

Nú er Nató og vestrið komið í sömu aðstöu og sovétríkin í byrjun 9. áratugarins. Rambóstjórnmálin skila okkur engu nema spilltri hirð í kringum einagraða stjórnmálamenn sem 'okkar' menn hafa komið til valda. Karzai er kemur úr röðum fjölmennasta þjóðarbrotsins í Afganistan en mér er til efs að hann sé fulltrúi þeirra í raun. Stórfelld kosningasvik hafa átt sér stað og munum við bara heyra meira um það síðar. Næsta skref í hernaðaráætluninni væri að fá Pútín með sitt lið á staðinn.

Það verður varla raunhæft í framkvæmd. En myndi kóróna sneypuförina sem vestrið hefur farið  í austurveg á eftir Alexander mikla en hann varð að snúa við einmitt á þessum slóðum ca 2300 árum.

Afganistan er tapað stríð og því fyrr sem hægt er að byggja á þeirri staðreynd þeim mun betra fyrir okkur. Afganir munu lenda í hörðum innbyrðis átökum en þeir munu lenda því máli ef þeir bara fá frið til þess.


mbl.is Karzai með örugga forustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband