21.5.2009 | 12:06
Verðum að treysta
lífræðingum okkar til að skoða hvert mál og umsókn útaffyrir sig. Þegar kemur að erfðabreytingum er hægt að taka grundvallarákvörðun um að leyfa aldrei slíka ræktun undir neinum kringumstæðum. Ástæðan er augljóslega sú að við viljum ekki menga náttúru íslands frekar en orðið er og að nauðsynjalausu. Þá þurfum við ekki sérfræðinga til að skoða málin. Þetta er stefna sem svipar til þess að banna fóstureyðingar með öllu undir öllum kringumstæðum. Réttur til lífs hvernig sem það er til komið og hvern sem það varðar er þeim rétti óviðkomandi. Hreinræktarstefna í landbúnaði ekkert "minna mál" í þessum skilningi og ég get virt skoðanir þeirra sem hafna erfðabreyttum matvælum bæði fyrir sitt leyti sem neytenda og sem þegna gegn mengun náttúrunnar. Þar se ríkisvaldið mun aldrei taka slíka einarða afstöðu verðum við að treysta á líffræðingana. Þá kemur inn mannlegi þátturinn og blessuð spillingin þegar hagsmunir fyrirtækjanna eru meiri en borgaranna. Svo fyrirsjánlega endar þetta með ósköpum.....
Ætlar að rækta erfðabreytt bygg á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
SÚPER ILLGRESI Já takk !! er það ekki ??
Fransman (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 18:04
Vil af gefnu tilefni benda þér á að það sem umræðir eru ekki aðeins erfðabreytt matvæli, heldur erfðabreytt lyfjamatvæli. Tilgangur ræktunarinnar er að framleiða í plöntunum lyf, til að byrja með flokk sérvirkra próteina sem kallast vaxtarþættir. Vaxtarþættir ná utan um ýmis hormón og önnur prótein sem virka svipað og hormón (Hgh, Human growth hormone, flokkast t.d. sem vaxtarþáttur) - sem sagt valda breytingu á starfsemi fruma í líkamanum, og geta virkað á dýr og menn. Sagt er að próteinin brotni trúlegast niður í meltingarvegi, en sérfræðingar velta fyrir sér mögulegri hættu af ýmsu tagi, t.d. áhrif á jarðveg og jarðvegsbakteríur, en það mun ávallt eitthvað af korni sitja eftir í jarðvegi eftir uppskeru. Kristín Vala forseti náttúru- og verkfræðisviðs HÍ veltir upp möguleikanum á krabbameins- og ofnæmismyndun: "Hafa krabbameinsáhrif genbreytta byggsins verið athuguð? Hvað með ofnæmisáhrif?"*
Þess fyrir utan hafa erlendar rannsóknir sýnt fram á ástæðu til að óttast slíka ræktun, auk þess sem verulega alvarleg umhverfisslys hafa orðið af völdum ræktunar af þessu tagi. Af þessari ástæðu bannar t.a.m. Evrópa ræktun lyfjamatvæla með öllu og takmarkar verulega ræktun erfðabreyttra matvæla.
Við, almenningur, eigum ekki að treysta, heldur krefjast svara. Við erum ekki börn, og yfirvaldið er ekki foreldrar sem sjá okkur ávallt fyrir því besta, eða vita betur en við. Við búum við meingallað lýðræði sem þarf á öllum mögulegum þrýstingi og aðhaldi frá almenningi að halda. Upplýsingaflæði til okkar frá yfirvaldinu er lágmarkskrafa og við eigum rétt á því að fá að vita, hafa skoðun og áhrif á gang mála, líka á milli kosninga!
Bestu kveðjur,
- Jórunn
* http://www.natturan.is/frettir/4429/
jórunn, 27.5.2009 kl. 06:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.