19.4.2009 | 10:10
Flokkur í blindgötu
Enn eitt dæmið um ráf Sjálfstæðisflokksins fram og aftur blindgötuna. Líklega í boði Megasar. AGS getur ekki staðið í samningum við ES um að Íslendingar taki upp Evru eða neina aðra útúrsnúninga sem flokkinum eina dettur í hug.
Ef menn vilja taka upp Evru tekur það ferli aðlögun enda um að ræða breytingar á efnahagsumhverfi sem eru skilyrði slíkra breytina. Slíkar breytingar á efnahagsumhverfi eru svo nauðsynlegar að þær mega ekki bíða. Evran er auka atriði og bónus miðað við það.
Ég fyrir mitt leyti styð Samfylkinguna af því að þeir eru á jörðinni og vita að minnsta kosti hvað er hægt og hvað er út úr kú og á ekki að eyða tíma í að pæla í.
Vilja upptöku evru í samvinnu við AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.