evrópu symfonían og land míns föður...

Til að hægt sé að tala um fullveldi lýðveldisins þá þarf skýra sýn á hvað fullveldi er og hverning það er framkvæmt. Það er ekki sama fyrirbæri og 1918 eftir 2 heimstyrjaldir og heimskreppur. Stjórnarskrá Íslands er lítið breytt frá þeim tíma sem við vorum fullvalda undir dönsku kóngi. Forledrar mínir fæddust á þeim tíma fyrir lýðveldið. Afar og ömmur á undir danskri ríkisstjórn. Ég og börnin mín á lýðveldistímanum. Barnabarn mitt í andarslitrum sama lýðveldis?? Ef breyta þarf stjórnarskrá lýðveldisins þannig að hún geti samræmst nánu samstarfi við aðrar þjóðir verður að leggja þá vinnnu á sig.
Við erum til dæmis ekki þjóðveldi þó sumir kannska haldi það. Ísland er ekki bara fyrir "íslendinga" í skilningi ungmennafélaganna þegar kynþáttahreinsanir voru jafn sjálfsagðar og útrýming flámælis og málsjúkdóma einsog þágufallssýkinnar. Nútíma lýðveldi þarf forystu sem hefur sýn sem horfir jafnt fram sem aftur án kreddufestu og sjálfsupphafningar. Þessa forystu höfum við ekki og hún er ekki í sjónmáli. Þjóðrembingur má ekki byrja að grafa um sig sem stjórnmálaafl. Ekki nota ESB sem hinn mikla satan sem ógnar sjálfstæði okkar. Hin mikla ógn stafar frá okkur sjálfum.
Ég þarf náttúrulega ekki að útskýra það að Við Íslendingar erum okkur sjálfum verstir og höfum sögulega endað á "framfæri" annara mestan hluta af jarðsögu þjóðarinnar. Og ekki kenna útlendingum um það. Þetta er svosem staðdreynd sem hrokafullir leiðtogar síðustu áratuga hafa ekki áttað sig á.
Lýðveldi föður míns er ekki lengur það sem hann byggði upp. Kynslóð fremur illa menntaðra heimalninga (kynslóð mín) hefur jarðað það fyrirbæri. Nú verð ég frekar að hlusta á það sem börnin mín vilja kjósa sér og skoða þeirra sýn. Þau byggja hana á allt annari reynslu af erlendum þjóðum en núverandi ráðamenn. Það er synd að samfylkinginin sem hefur þó reynt að skapa sér sérstöðu með ESB aðild hefur ekki forystuafl til að setja þau mál á oddinn. Þau þola enga bið. Umræðan er svo þörf og svo margir hausar þurfa að rúlla út á meðan. Svo hef ég ekki heyrt að nokkurt ESB land hafi hingað til afsalað sér fullveldi sínu. Þau hafa meira að segja ekki staðið saman um ýmis stórmál. einmitt á sviði utanríkismála.
Þá telja andstæðingar ESB umræðunnar að allt sé að fara úr axlaböndunum og evrópa sé klofin upp að jöxlum. Þá er ágreiningurinn ekki talinn vera dæmi um að fullvalda þjóðríkisstjórnir takist á. Er ég þá ESB sinni? Nei ekki alveg. Hinsvegar er ég ekki ANDSTÆÐINGUR ESB.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband