14.9.2021 | 12:06
Velkominn heim Störe !
Þar er mjög stutt á milli hægri og vinstri í Noregi. Þetta er í raun bara spurning um skattamál. Vinstri flokkarnir lofuðu hækkuðum sköttum til að greiða Loftslagsreikninginn.
Loftslagsmálin voru víst afgerandi í umræðunni þennan mánuðinn.
Fyrri kosningar hafa meira snúist um innflytjendamál og á því græddu hægri menn þó að báðar fylkingar séu að mestu samstíga.
Almennt séð eru Norðmenn hallir undir vinstri stefnu vegna langrar hefðar í þeim efnum. Þess vegna reyna hægri flokkarnir að halla sér vel að miðjunni ef ekki alveg yfir á vinstri vænginn einsog í kvennréttindamálum.
Store hefur lengi verið vonbiðill um forsetisráðherraembættið. Tvívegis tapað og nú loksins kominn að kjörkatlinum. Það má segja að þrautsegja borgi sig.
Átta ára hægrisveiflu gæti lokið í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.