Færsluflokkur: Lífstíll

Eggin í körfunni

Vitiði hvað hænurnar mínar 6 að tölu verpa allar í sama kassann? Þær hafa samt þrjá kassa um að velja en nota bara einn. 5 egg á dag að meðaltali er ekki sem verst. Hanarnir búa þeim gott heimili en ef menn vita það ekki þá eru það hanarnir sem halda heimilið. Taka til og kalla inn í matinn og hafa yfirsýnina. Galið í þeim er ekki svo galið. Venst og verður ómissandi, En hænurnar setja öll eggin í sömu körfuna.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband