Færsluflokkur: Dægurmál
13.10.2008 | 23:17
10% Sjálfstæðisflokkur framtíðarinnar-aumingja sjálfstæðisflokkurinn II
Stór og gamall flokkur sem hefur fengið upp í fangið erfiðasta viðfangsefni íslandssögunnar. Forustusveit flokksins tók fjármalakerfið eitt skref fram á við á heilum áratug en á viku tvö skref tilbaka.
Tímabundið verður hann að éta ofan í sig "frjálshyggjuna" og verja þjóðnýtingu.
Sagan um ævintýralega frelsisgjöf "flokksins" þarf að umskrifa til að selja nýjan veruleika. Þeir "gáfu" okkur frelsi til athafna en við klúðruðum því. Þess vegna varð flokkurinn að leika Guð syndafallsins og taka aftur frá okkur "frelsið".
Alls ekki má sú saga komast á kreik að flokkurinn hafii verið á nokkurn hátt riðinn við helreiðina sem bankakerfið fékk. Þeir eru núna að bjarga málunum sem óreiðumennirnir komu okkur í.
Við erum ekki vitur eftir á því miður. Það var búið að spá þessum hrakförum lengi. Það var búið margoft að benda á lausnir en flokkurinn sá sér ekki hag í að hlusta, hugsa, né sjá neitt fyrir. Ætlaði bara að láta þetta ganga yfir sig "af því að ríkissjóður var svo vel stæður". "af því að við áttum vini í vestrænum lýðræðisríkjum"
og núna þegar það brást tárast þeir flokksmennirnir á lokaða fundinum sínum. Ekki vegna þess að áætlun þeirra hafi verið illa ígrunduð heldur af því að "vinirnir" í útlöndum brugðust. Pólitíkin var orðin svona einsog sætsúpa það þurfti bara að passa sig á því að hún væri ekki borin fram of heit.
Allt verður að gera til að komast hjá kosningum við núverandi skilyrði. Jafnvel verra eftir áramót þegar reiði almennings þarf að fá útrás á einhverjum. Það eru eflaust margir reiðir fyrrum sjálfstæðismenn núna að hugsa sitt.
Aðeins ein leið er fær fyrir flokkin núna sem ég veit ekki hvort þeir geta farið alveg strax: iðrunarleiðin, að biðjast afsökunar og bresta í grát opinberlega. Það myndi svínvirka. Við Íslendingar erum aumingjagóð þjóð ef á reynir. Hroki og valdsmennska er ekki í stöðunni núna. Auðmýktin fyrst.
Þegar tímar líða mun flokkurinn reyna að koma sínum mönnum í stjórnir bankanna. Á tímum kreppu og lausafjárskorts verður það aftur gæði að þekkja bankastjórann og kjósa rétt. Við sem erum eldri en fimmtug munum vel þessa tíma. Skyldi það vera sögulegt hlutverk flokksins að koma okkur aftur þangað?
Það að flokkurinn ætlar ævinlega að styðjast við úreltar hugmyndir útópíunnar verður geymt einsog leynd glóð. Velmegunardagar síðustu 10 ára verða glóðin sem blásið verður í þegar þeir orna sér með toddíið á síðvetrarkvöldum. 10% Sjálfstæðisflokkur framtíðarinnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 08:54
Aumingja sjálfstæðisflokkurinn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2008 | 18:03
skútan er sokkin
Bankamálin eru mikið rædd núna. Aðgerðir stjórnvalda hafa ýmist verið gagnslausar eða valdið meiri skaða. Svo við erum bara beðin um að horfa fram á veginn. Það muni rofa til. Auðvitað mun rofa til hvort sem er. Skaðinn er skeður. Við verðum líka að horfast í augu við það. Bara sárt að horfa upp á gagnslausa ríkisstjórn dag eftir dag. Samfylkingin er leiðtogalaus svo þar getur enginn tekið af skarið og velt þessari stjórn og tekið við. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að fá sitt tækifæri og klúðra því. Maður hlýtur að spyrja sig þegar farið verður í næstu kosningar hvort þessi krísa kenni mönnum að ríkisstjórn sjálfstæðrar þjóðar er ekkert teboð í Downingsstræti hjá vinum sínum. Er ekki fundur hjá Bush í Oval office að segja eitthvað nice við vini sína. Næsta ríkisstjórn mun fást við að berja í brestina sem þegar eru komnir og líka afleiðingar heimskreppu með viðeigandi verðfalli á hráefnisframleiðslu, minnkandi ferðamannastraumi og svo framvegis. Alvara lífsins.
Af hverju tala menn um að þessu hafi verið hægt að afstýra í október 2008 þegar menn hefðu átt aðgera sér það ljóst að afstýring gat orðið í síðasta lagi fyrir ári síðan en sennilega miklu fyrr. Stjórnendur bankanna vissu þetta örugglega.
Ríkisstjórnin var ónæm fyrir vísbendingum um að breyta þyrfti glæsilegri ímynd sinni sem ríkisstjórn framfara og frjálsræðis í bankaviðskiptum.
Seðlabankinn hefur verið óstarfhæfur vegna skorts á trúverðugleika frá því Davíð sté þar inn fyrir dyr. Mér dettur ekki í hug að þessir mætu menn sem þykjast stýra þjóðinni í þessum vanda núna séu vandanum vaxnir til að leysa nein mál nú fremur en endranær. Ég ætla ekki að standa að baki þeim ég er bara þvingaður í þá stöðu núna að vera áhorfandi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2008 | 22:52
utanríkisráðherrar íslands brillera ekki allir sem einn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)