Færsluflokkur: Dægurmál

10% Sjálfstæðisflokkur framtíðarinnar-aumingja sjálfstæðisflokkurinn II

Stór og gamall flokkur sem hefur fengið upp í fangið erfiðasta viðfangsefni íslandssögunnar. Forustusveit flokksins tók fjármalakerfið eitt skref fram á við á heilum áratug en á viku tvö skref tilbaka.

Tímabundið verður hann að éta ofan í sig "frjálshyggjuna" og verja þjóðnýtingu.

Sagan um ævintýralega frelsisgjöf "flokksins" þarf að umskrifa til að selja nýjan veruleika. Þeir "gáfu" okkur frelsi til athafna en við klúðruðum því. Þess vegna varð flokkurinn að leika Guð syndafallsins og taka aftur frá okkur "frelsið".

Alls ekki má sú saga komast á kreik að flokkurinn hafii verið á nokkurn hátt riðinn við helreiðina sem bankakerfið fékk. Þeir eru núna að bjarga málunum sem óreiðumennirnir komu okkur í.

Við erum ekki vitur eftir á því miður. Það var búið að spá þessum hrakförum lengi. Það var búið margoft að benda á lausnir en flokkurinn sá sér ekki hag í að hlusta, hugsa, né sjá neitt fyrir. Ætlaði bara að láta þetta ganga yfir sig "af því að ríkissjóður var svo vel stæður". "af því að við áttum vini í vestrænum lýðræðisríkjum"

og núna þegar það brást tárast þeir flokksmennirnir á lokaða fundinum sínum. Ekki vegna þess að áætlun þeirra hafi verið illa ígrunduð heldur af því að "vinirnir" í útlöndum brugðust. Pólitíkin var orðin svona einsog sætsúpa það þurfti bara að passa sig á því að hún væri ekki borin fram of heit.

Allt verður að gera til að komast hjá kosningum við núverandi skilyrði. Jafnvel verra eftir áramót þegar reiði almennings þarf að fá útrás á einhverjum. Það eru eflaust margir reiðir fyrrum sjálfstæðismenn núna að hugsa sitt.

Aðeins ein leið er fær fyrir flokkin núna sem ég veit ekki hvort þeir geta farið alveg strax: iðrunarleiðin, að biðjast afsökunar og bresta í grát opinberlega. Það myndi svínvirka. Við Íslendingar erum aumingjagóð þjóð ef á reynir. Hroki og valdsmennska er ekki í stöðunni núna. Auðmýktin fyrst.

Þegar tímar líða mun flokkurinn reyna að koma sínum mönnum í stjórnir bankanna. Á tímum kreppu og lausafjárskorts verður það aftur gæði að þekkja bankastjórann og kjósa rétt. Við sem erum eldri en fimmtug munum vel þessa tíma. Skyldi það vera sögulegt hlutverk flokksins að koma okkur aftur þangað?

Það að flokkurinn ætlar ævinlega að styðjast við úreltar hugmyndir útópíunnar verður geymt einsog leynd glóð. Velmegunardagar síðustu 10 ára verða glóðin sem blásið verður í þegar þeir orna sér með toddíið á síðvetrarkvöldum. 10% Sjálfstæðisflokkur framtíðarinnar.


Aumingja sjálfstæðisflokkurinn

Sálfstæðisflokkurinn er það stjórnmálasafn sem nú er gjaldþrota. Málefnalega hefur hann ekkert annað hlutverk en að hluta sundur og bjóða upp hugmyndir sínar í Kolaporti fyrrverandi hugsjóna. Frjálshyggjan verður fyrst til að fara á verði sem mun ekki koma þeim til valda eftir kosningar. Andstaða þeirra við evru og evrópusamstarf gerir flokkinn að Nýja Alþýðubandalaginu. Andstaða þeirra við opna og frjálsa umræðu hlýtur að verða þeirra bautasteinn.( les nú er ekki rétti tíminn til að ræða þessi mál). Í raun á Sjálfstæðisflokkurinn eftir að klofna varanlega. Minni flokkurinn verður byggður utanum leifarnar af "stefnu Davíðs" líkt og kommúnistarnir sem klöppuðu fyrir stefnu Stalíns í áratugi engum til gagns ogf varla til tjóns heldur þar sem þetta var svo vita áhrifalaust hjal. Það sem gerir Geiri Haarde fært um að sitja í stjórn í dag ( les hann stjórnar engu)er að enginn trúverðugur andstæðingur virðist á sjóndeildarhringnum.

skútan er sokkin

Bankamálin eru mikið rædd núna. Aðgerðir stjórnvalda hafa ýmist verið gagnslausar eða valdið meiri skaða. Svo við erum bara beðin um að horfa fram á veginn. Það muni rofa til. Auðvitað mun rofa til hvort sem er. Skaðinn er skeður. Við verðum líka að horfast í augu við það. Bara sárt að horfa upp á gagnslausa ríkisstjórn dag eftir dag. Samfylkingin er leiðtogalaus svo þar getur enginn tekið af skarið og velt þessari stjórn og tekið við. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að fá sitt tækifæri og klúðra því. Maður hlýtur að spyrja sig þegar farið verður í næstu kosningar hvort þessi krísa kenni mönnum að ríkisstjórn sjálfstæðrar þjóðar er ekkert teboð í Downingsstræti hjá vinum sínum. Er ekki fundur hjá Bush í Oval office að segja eitthvað nice við vini sína. Næsta ríkisstjórn mun fást við að berja í brestina sem þegar eru komnir og líka afleiðingar heimskreppu með viðeigandi verðfalli á hráefnisframleiðslu, minnkandi ferðamannastraumi og svo framvegis. Alvara lífsins.

Af hverju tala menn um að þessu hafi verið hægt að afstýra í október 2008 þegar menn hefðu átt aðgera sér það ljóst að afstýring gat orðið í síðasta lagi fyrir ári síðan en sennilega miklu fyrr. Stjórnendur bankanna vissu þetta örugglega.

Ríkisstjórnin var ónæm fyrir vísbendingum um að breyta þyrfti glæsilegri ímynd sinni sem ríkisstjórn framfara og frjálsræðis í bankaviðskiptum.

Seðlabankinn hefur verið óstarfhæfur vegna skorts á trúverðugleika frá því Davíð sté þar inn fyrir dyr. Mér dettur ekki í hug að þessir mætu menn sem þykjast stýra þjóðinni í þessum vanda núna séu vandanum vaxnir til að leysa nein mál nú fremur en endranær. Ég ætla ekki að standa að baki þeim ég er bara þvingaður í þá stöðu núna að vera áhorfandi.


utanríkisráðherrar íslands brillera ekki allir sem einn

að frátöldum Jóni Baldvini Hannibalssyni hafa ráðherrar utanríkis ekki skarað fram úr. Ingibjörg Sólrún fúngerar nákvæmlega einsog Dóri. Fúnksjóner í stórkallalegu geimi um EU og UN ekkert vantar hana nema stríðsyfirlýsingar fyrir hönd þjóðarinnar en það getur komið upp í hendurnar fyrr en varir. Hún fór að ráðum Bandaríkjastjórnar og lýsti yfir stuðningi við einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu Kósóvó. Hér á Íslandi halda menn að þetta sé alveg pólítískt rétt. Málið er svo varasamt að bendla sig við að klókast hefði verið að láta sem ekkert sé eða mótmæla kröftulega. Ef þetta verður fordæmisgefandi megum við kyssa friðinn og stöðugleikann í Evrópu á afturendann. Af hverju í fjandanum þurfa ráðherrar utanríkis að vera svona algerlega úr tengslum við þjóð sína og þarfir samtíðar. Jón Baldvin hefði að mínu mati ekki farið út í þetta. Hann hafði pólitískt nef og gerði ekkert nema að það þjónaði Íslenskum hagsmunum að minnsta kosti líka. Þó prósjekt hans hafi verið nokkuð fífldjörf einsog krafa um Svalbarðasamning var það fullkomlega í tengslum við Íslenska "hagsmuni". Hann konsúlteraði ekki USA hvort Íslendingar ættu að lýsa yfir stuðningi við Litháen, sem var fífldjarft en í tengslum vð tímann og það beinum tengslum því hann gat hætt viðkvæmu m hagsmunum landans í samskiftum við Rússa sem þá voru reyndar á hnjánum tímabundið. Nú langar mig til að vita ef einhver getur frætt mig á því hvort hann studdi Nato stríðið í Júgóslavíu ég held ekki, það kom í hlut Dóra. Aftur ekki í tengslum við hagsmuni Íslands. Engu fórnað nema prinsippinu. Nato er ekki lengur það sama og það var. Þeir sem studdu inngönguna 1949 hefðu varla stutt Nato einsog það er starfrækt í dag. ég hef bara fengið jákvæða sýn á JBH eftir á. Skildi ekki að hann var einstakur í sinni deild og við fáum ekki aftur hans maka í embætti því miður. Utanríkisráðherrar Íslands eru einfaldlega ósigldir menn og konur. Menntun þeirra er takmörkuð og því er t.d. forseti Íslands ofjarl þeirra í raun. Hann er reyndar af svipuðu kalíberi og JBH þó þeir gætu aldrei unnið saman af persónulegum ástæðum frekar en vitsmunalegum.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband