Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Berin blána

Vorum í sveppaleit hjónin í Grímsnesinu. Fundum einhverja kúalubba, ekki sem verst. En meiri áhuga vakti með mér bláberin sem víða voru í klösum sem ég hef ekki séð jafn væna hér sunnanllands. Eftir viku verður hægt að tína þau og sulta. það grípur mann létt og ljúfsár stemming að finna að þessi dásamlega sumartíð endar áður maður áttar sig. Tímabilið eftir berjatínsluna hefur verið stutt yfir í að taka upp kartöflurnar og fyrstu næturfrostin. Á þessum árstíma er súldin betri en heiðríkjan.

Hænsnahöllin

Verkefni sumarsins var að byggja sér hænsnakofa í garðinum. Nú er hænsnahöllin risin og aðeins smávægilegt nostur eftir í smíðunum. 6 hænur komnar í hús og 2 hanar. Þetta er svakalega huggulegt dýralíf utan við eldhúsgluggan. Hanagalið á morgnana farið að verða ómissandi liður í morgunandaktinni. Af tilliti til nágranna fá þær blessaðar ekki að fara á fætur fyrr en eftir kl 8 á morgnana sem er mér finnst vera smá dýraplagerí en nauðsynlegt til að halda friðinn til lengdar. Þetta eru að sjálfsögðu íslendskar hænur af fornu kyni hver annari glæsilegri og hanarnir hrein unun á að horfa. Hænsnabúr án hana? Ekki að ræða það við mig. Hanar eru fyrirbæri sem við karlmenn mættum líta til sem fyrirmynd í mörgu tilliti. Litagleðin, áhuginn á hinu kyninu, söngþörfin, að byrja daginn spígsporandi. Mont er gott ef það er heilbrigt mont og komi af innilegri þörf vegna eigin verðleika einskonar speglun þess að maður sé fullkomlega í sátt við sjálfan sig og þar með heiinn allan. og svo gaggaallagúúú!!!

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband