Færsluflokkur: Evrópumál
15.12.2009 | 09:46
Gjaldeyrir og áhyggjur AGS
Á meðan við horfum upp á met hallarekstur íslensku krónunnar með tilheyrandi tjóni fyrir skuldunauta á leið í sláturhús bankanna með tilheyrandi eignaupptöku er stærsti hluti gjaldeyristekna sameignar þjóðarinnar skráður og geymdur í Evrum eða pundum. Þeir sem hafa umráð yfir þessum gjaldeyri eru ekki Seðlabankinn eða AGS. Flannagan fulltrúi sagði í sjónvarpinu í gær að gera yrði krónuna aðlaðandi fyrir eigendur fjármagnsins svo það yrði flutt "heim" og gæti nýst við að lækka skuldastöðuna í formi hækkandi krónu.
Hér er komið upp þrátefli um hag heimila sem útflytjendur fisks eiga alltaf síðasta leikinn og munu að sjálfsögðu verja hag sinn sem felst í því að krónan sé lágt skráð og að þeir hafi samninga við ESB um frjálsa fjármagnsflutninga. Þessir sömu aðilar sem halda okkur í skuldafjötrunum vilja ekki að við Íslendingar almennir borgarar þessa lands fáum aðgang að þessum gjaldeyri og enn síður að vi getum fengið laun okkar og skuldir í Evrum svo eini marktæki gjaldeyririnn sé tiltekinn og sá sem um ræðir þegar menn tala um nýjan gjaldmiðil handa þjóðinni (ekki bara útgerðarmönnum því þeir hafa þegar tekið upp þennan gjaldmiðil í raun). - Spurningin verður sú að ef íslendingar sjá ekki fyrir sér að komast í ESB og taka upp Evrur þá verða þeir að nýta frumburðarrétt sinn og þjónýta útgerðarfyrirtækin eða setja þvílíkar hömlur á sömu fyrirtæki í skjóli neyðarlaga að Hugo Chavez myndi minnast okkar í morgun og kvöldbænum sínum?
Þá kemur ekkert annað til greina en að segja sig frá EES samningunum enda þjóna þeir bara útflutningsaðilum svokölluðum á kostnað okkar eigenda auðæfanna. EES samningurinn er að verða þvílík blindgata fyrir almannaheill að fáir góðir kostir eru í stöðunni nema full aðild að ESB eða úrsögn úr EES.