Nýr staður brýnn - Landspítalinn úr 101

Kjarni málsins er að staðarval nýja Landspítalans er til marks um veika skipulagsstjórn á öllu höfuðborgarsvæðinu þar sem flokkslegt smákóngaveldi hefur fengið að haldast við þótt öll rök hnígi að því að sveitarfélagið verði eitt: frá Kjalarnesi suður fyrir Hafnarfjörð, hvernig svo sem grenndarlýðræði kæmi að stjórn stakra hverfa. Þessu úrelta fyrirkomulagi fylgir margvíslegt óhagræði sem stjórnmálaflokkarnir bera ábyrgð á og íbúar og fyrirtæki borga dýrum dómum: höfuðborgarsvæðið er smáborg í raun en ekki löng röð bæjarfélaga. Og músarholusjónarmiðin eru okkur dýr.

Geri þessi orð úr leiðara Fréttablaðsins að mínum.

Skipulagsmál dagsins í dag eru brýnni en flest það sem rætt er á blogginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband